58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10

Guðbrandur Einarsson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:15
Fundargerðir 52.-56. fundar voru samþykktar.

2) 952. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Hannesson, Björg Ástu Leifsdóttur og Ingólf Bender frá Samtökum iðnaðarins. Friðrik Jónsson og Vilmar Hilmarsson frá Bandalagi háskólamanna og Guðnýju Bjarnadóttur, Ingu Láru Hjaltadóttur og Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur frá Skattinum.

3) 588. mál - fjármögnunarviðskipti með verðbréf Kl. 11:20
Tillaga formanns að afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Undir nefndarálit með breytingartillögu meiri hluta rita Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og framsögumaður málsins, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Logi Einarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

4) 880. mál - rekstraraðilar sérhæfðra sjóða o.fl. Kl. 11:20
Ákveðið var að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem borist hafa nefndinni um málið.

5) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20